Halli bloggar

internet, megabæt...

föstudagur, júní 23, 2006

Ný síða

Þar sem þetta blogger drasl hefur ekki virkað í langan tíma hef ég opnað nýja síðu þar sem bloggað verður hér eftir. Þetta er ekki jafnmikið design dæmi og blogspot og inniheldur auglýsingar, en hefur þó þann ótvíræða kost að þarna er hægt að blogga(vonandi!):
http://tharaldur.blog.is/blog/tharaldur/

þriðjudagur, júní 13, 2006

Ég fékk sms frá Armand(http://halliholland.blogspot.com/2006/04/armand.html) í gaer thar sem hann var staddur á Arnarstapa med konunni sinni. Thad var svohljódandi: "Hi Halli, last night we were at Arnarstapi and we have seen the magic Stapafell! Iceland is great. Ilike Hákarl and Marrit digs Hardfiskur. Greet Iris. C U in July. Armand." Já thad er greinilegt ad madur faer ad heyra ferdasoguna í júlí! Ef thid sjáid hann endilega heilsid upp á hann og skilid kvedju, thad er ekki einsog hann falli inn í fjoldann!

mánudagur, júní 12, 2006

Blogg med hollensku lyklabordi, thid afsakid, thetta er ekki islenskan min sem er ordin svona leleg. Alla vega, nuna er eg i klemmu, eg tharf ad akveda a naestu dogum hvern af skolunum thremur eg aetla i og eg hreinlega get ekki akvedid thad. Eg for i vidtal a fostudaginn i Maastricht og thad gekk ekki vel, eg byst thvi allt eins vid ad verda ekki hleypt inn thar. Their aetla ad lata mig bida i 10 daga eftir svari og a sama tima eru hinir skolarnir ad pressa a mig um svar, eg er thvi ad bidja tha um frest. Tja, ekki gaman en svo sem ekki versta vandamal i heimi! Malid er ad thetta snyst um hvad eg aetla ad gera i framtidinni og eg bara get ekki akvedid thad.

mánudagur, júní 05, 2006

Best að blogga. Langt síðan síðast. Nokkrar ástæður fyrir því. Meðal annars minni tölvuaðgangur þar sem við erum búin að skila gömlu össurartölvunni sem ég notaði alltaf. Við verðum kannski að fara að kaupa nýja tölvu. Önnur ástæða sú að við höfum lítið verið heima, fórum til Feneyja í smá frí. Feneyjar eru æðislegar, þar þykir eðlilegt að hús séu 800-1000 ára gömul og hús sem byggt var árið 1500 er sagt "aðeins" 500 ára gamalt og því nánast nýtt. Maður skynjar tímann öðruvísi þegar maður kemur á svona stað. Nei, eiginlega skynjar maður engan tíma, 1500 gæti allt eins hafa verið í gær einsog fyrir 500 árum því það hefur ekkert breyst. Borgin er s.s. algjörlega tímalaus. Annar plús er að þarna eru engir bílar og það eykur enn meira á tímaleysis-effektinn, snilld!

laugardagur, maí 20, 2006

Tæki sem Stasi notaði til að opna bréf og loka þeim aftur án þess að það sæist.
Njósnataska með myndavél á Stasi safninu.
Tæki til að gegnumlýsa bréf. Stasi safnið.
Stasi skrifstofa.fimmtudagur, maí 18, 2006

Ég þakka góðar undirtektir við spurningu minni. Þetta er nánast ómögulegt fyrir mig að ákveða og liggur við að ég kasti upp á það. Ætla þó að melta þetta aðeins betur áður en ég kasta upp (hahaha).
Annars er ég búinn að vera að reyna að setja inn myndir frá Leipzig, hefur ekki alveg gengið. Við Íris vorum þar fyrir viku, mjög skemmtileg borg, hún er í Austur Þýskalandi og því mjög frábrugðin Vestur þýskum borgum. Það er allt frekar austantjaldslegt þarna og hefur mikinn sjarma, ég var alveg að fíla það, soldið einsog Reykjavík þegar ég var lítill, óslegin tún, sprungið og bætt malbik, yfirgefin hús o.s.frv. Þó greinilega sé skortur á peningum þarna er samt mikið af nýjum og flottum byggingum líka, þetta blandast allt saman í mjög skemmtilega heild. Soldið merkilegt að hugsa til þess að ekki eru nema 17 ár síðan fólkið þarna fékk frelsi en þar áður var þetta einsog stórt fangelsi. Við skoðuðum m.a. Stasi safnið og ætla ég að reyna að setja inn myndir af því.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Hvort á ég að verða taugasálfræðingur sem vinnur með sjúklingum og metur ástand þeirra eða taugaerfðafræðingur sem vinnur á rannsóknarstofnun og reynir að finna orsakir sjúkdóma? Ég þarf að ákveða þetta fyrir 15. júní, vinsamlegast segið ykkar skoðun.